Fara í innihald

Staðarnet

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Local Area Network)
Mynd sem sýnir staðarnet

Staðarnet (enska: LAN, stendur fyrir local area network) á við net tölva sem eru tengdar saman um skamman veg, til dæmis á heimili, í skrifstofum eða í skrifstofubyggingum. Uppbygging netsins er oftast þannig að það er einn netþjónn sem sér um ýmsar þjónustur til dæmis skráarhýsingu, prentun og vistfangaúthlutun. Tölvan sem notandi notar biður um þjónustu frá netþjóni. Netþjóninn getur afgreitt margar beiðnir í einu og er venjan að netþjónar séu með mismunandi aðgangsstýringar sem hafa verið úthlutaðar til notenda, þar sem notandi þarf að vera með viðkomandi réttindi til að sækja þær þjónustur sem hann óskar frá netþjóninum, t.d. sækja skrá í skjalasafn.

Flest staðarnet í dag eru þráðlaus og byggð á IEEE 802.11- (betur þekkt sem Wi-Fi) eða IEEE 802.3-staðlinum sem keyrir á 10, 100 eða 1000 Mbit/s. RJ45-snúrur eru í flestum tilvikum notaðar til að tengja tækin saman í þeim staðli.

Staðarnet innhalda í flestum tilvikum fáeina deila (e. network switch) sem eru gjarnan tengdir saman á einn beini eða mótald (t.d. DSL). Þegar tvö staðarnet eru tengd saman í gegnum beini þá er tengingin þar á milli í kallað víðnet. Ólíkt víðneti þá eru það helstu einkenni staðarnets að þar er gagnahraði mun meiri en á víðneti.

Dæmi um algengustu IEEE 802.3 staðla sem eru notaðir í dag

[breyta | breyta frumkóða]
Samskiptastaðall Útgáfudagur Stutt lýsing
802.3x 1997 Heil tvíátta og flæðis stjórn (e. Full Duplex and flow control); Kom einnig með DIX römmun (e. Framing), þannig að ekki er lengur þörf á DIX/802.3 skiptingu.
802.3y 1998 100BASE-T2 100 Mbit/s (12.5 MB/s) með lágmarks gæða RJ45 snúrum
802.3z 1998 1000BASE-X Gbit/s staðarnet með ljósleiðara fyrir 1 Gbit/s (125 MB/s)

Dæmi um algengustu IEEE 802.11 staðla sem eru notaðir í dag

[breyta | breyta frumkóða]
Samskiptastaðall Útgáfudagur Tíðni Gagnahraði (Venjul.) Gagnahraði (Hámark) Drægni (Innanhúss) Drægni (Utanhúss)
Legacy 1997 2.4-2.5 GHz 1 Mbit/s 2 Mbit/s ? ?
802.11a 1999 5.15-5.35/5.47-5.725/5.725-5.875 GHz 25 Mbit/s 54 Mbit/s ~25 metrar ~75 metrar
802.11b 1999 2.4-2.5 GHz 6.5 Mbit/s 11 Mbit/s ~35 metrar ~100 metrar
802.11g 2003 2.4-2.5 GHz 25 Mbit/s 54 Mbit/s ~25 metrar ~75 metrar
802.11n 2007

(ósamþykkt)

2.4 GHz eða 5 GHz tíðni 200 Mbit/s 540 Mbit/s ~50 metrar ~125 metrar

Staðarnet á heimilum

[breyta | breyta frumkóða]

Við fjölgun tölva og tækja á nútíma heimilum þá hefur staðarnet verið notað til að tengja tækin saman. Mikið af þessum heimilum í dag eru að nota þráðlaust staðarnet með 802.11 g/b staðlinum sem sendir gögn sem langar örbylgjur á 2.4 GHz tíðninni. IEEE 802.3 staðallinn er einnig notaður á mörgum heimilum.

Staðarnet var fyrst tekið í notkun árið 1964 á Livermore rannsóknarstofunni til aðstoðar við kjarnorkuvopna rannsóknir. Í þá daga fyrir einkatölvuna, þá voru staðarnet oft bara með eina aðalvél. Þar gátu notendur fengið aðgang að henni í gegnum útstöðvar með litlum gagnahraða.

Fyrsta staðarnetið var búið til á seinni hluta sjöunda áratugs síðustu aldar og var notað til þess að búa til háhraða tengingu milli tveggja tölva á einum stað. Á þessum tíma voru íðnet (e. Ethernet) og ARCNET vinsælust.

Með tilkomu stýrikerfa eins og DOS þá byrjuðu staðarnetin að stækka og byrjuðu á u.þ.b. 12 tölvum á staðarneti og allt upp í hundruði. Í upphafi var staðarnetið notað til þess að deila gagnaplássi og prenturum sem á þessum tíma var dýrkeypt.