Loðdýrarækt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Silfurrefur í búri

Loðdýrarækt er ræktun tiltekinna tegunda dýra vegna feldsins. Algengast er að rækta minka, loðkanínur, refi, hunda, ketti og kanínur. Mest loðdýrarækt fer fram í Evrópu sem framleiðir 63% af minkafeldum og 70% af refafeldum heims. Stærsti minkaframleiðandi heims er Danmörk með 28% heimsframleiðslunnar. Önnur stór framleiðslulönd eru Kína, Holland og Bandaríkin.

Loðdýrarækt er bönnuð í Austurríki, Króatíu og Bretlandi. Í Sviss gilda svo strangar reglur um ræktunina að það eru engir ræktendur lengur. Eftirspurn eftir feldum féll á 9. og 10. áratug 20. aldar, meðal annars vegna baráttu samtaka fyrir dýravelferð en eftir aldamótin hefur eftirspurn vaxið gríðarlega, einkum í Asíu. Kína er nú stærsti innflytjandi felda.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.