Ljóðaupplestur
Útlit
Ljóðaupplestur er upplestur eða flutningur ljóða fyrir áhorfendur þar sem lesandinn (sem oft er höfundur ljóðsins) túlkar ljóðið með áherslum, þögnum og látbragði. Ljóðaupplestur getur farið fram á leiksviði, en gerist oftast á látlausari stöðum eins og krám eða bókabúðum þar sem mörg skáld flytja eigin ljóð.
Til eru ýmis afbrigði af ljóðaupplestri, eins og djassljóð, döbbljóð, ljóðaslamm, ljóðagjörningur og rapp án undirleiks.