Listi yfir The Closer-þætti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þetta er listi yfir The Closer þáttaraðirnar en framleiddar voru sjö þáttaraðir og var fyrsti þátturinn frumsýndur 13. júní 2005.

Fyrsta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Þema fyrstu þáttaraðarinnar er einsömul kona í karlaheimi og í nýrri borg. Áhorfendur fá að fylgjast með hvernig Brendu tekst á við þessar nýju breytingar í lífi sínu.

Önnur þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Þema þáttaraðarinnar er félagsskapur, sést það vel í byrjun seríunnar bæði innan LAPD lögreglunnar og í einkalífi Brendu. Ólíklegur félagsskapur myndast á milli Brendu og Taylor. Samband Brendu og Fritz verður alvarlegra þegar þau ákveða að flytja inn saman.

Þriðja þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Þemað þriðju þáttaraðar er fjölskylda. PHD deildin er nú heildstæð og sögur þeirra fjalla um hvernig hún vinnur sem fjölskylda og þarf að ráða við fjármagnsleysið. Þættirnir í seríunni kanna fjölskyldumál, byrjar það með tvíkvæni og endar þegar tvær fjölskyldur lenda í óvæntum aðstæðum saman. Einnig má sjá hvernig serían skoðar fjölskyldulífið í Bandaríkjunum, fjölskyldu leyndarmál sem margar þeirra þurfa að horfast í augu við. Í lífi Brendu kynnast áhorfendur föður hennar í fyrsta sinn. Brenda horfist í augu við persónuleg heilsuvandamál á meðan samband hennar við Fritz tekur stórt skref fram á við.

Fjórða þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Þema fjórðu þáttaraðarinnar er kraftur. Brenda og forgangs manndráps deild eigast við kraft fjölmiðla í þessari þáttaröð þegar fréttaritari Los Angeles Times fylgir þeim eftir en með sitt eigið efni í huga. Kraftur réttarkerfisins og þeirra sem nota það og misnota það er skoðað gegnum þáttaröðina, ásamt þeim krafti sem byssuofbeldi hefur áhrif á líf fólks. Í einkalífinu þá þarf Brenda að kljást við þann kraft sem þarf til þess að skipuleggja brúðkaup sitt, með smá hjálp frá Clay og Willie Rae Johnson.

Gagnstætt fyrri þáttaröðum sýndi fjórða þáttaröðin 10 sumarþætti, sem luku 15. september 2008, og komu svo aftur í janúar 2009 með fimm auka þætti.

Fimmta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Þema fimmtu þáttaraðarinnar eru breytingar. Söguefni sem er að þróast vegna þráhyggju Brendu á lögfræðingnum sem komst undan í þættinum „Power of Attorney“ úr fyrri þáttaröð.

Sjötta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Þema sjöttu þáttaraðarinnar er aðdráttarafl. Deildin hefur flutt í nýtt húsnæði sem hentar engan veginn morðrannsóknum né viðtölum. Brenda tekur mikilvæga ákvörðun sem hefur bæði áhrif á vinnuumhverfið og hjónabandið.

Sjöunda þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Þema sjöunda þáttaraðarinnar er ást og missir. Brenda þarf að takast á við málaferli gagnvart henni í tengslum við dauða Turrell Baylor í lok þáttarins War Zone í seríu 6.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]