Liseberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Liseberg
Aðalinngangur Liseberg
Staðsetning Gautaborg, Svíþjóð
Heimasíða [1]
Opnaði 23 maí 1923
Tæki 37 samtals

Liseberg er skemmtigarður (tívolí) í Gautaborg sem er borg á vesturströnd Svíþjóðar. Liseberg er stærsti skemmtigarður á Norðurlöndunum og opnaði þann 8. maí 1923. Liseberg fékk nafn sitt frá hæðinni sem hann stendur á, en eigandi hennar nefndi hana eftur Lísu, eiginkonu sinni.

Balder[breyta | breyta frumkóða]

Balder

Balder er stærsti rússíbani á trégrind á Norðurlöndum og er það tæki garðsins sem dregið hefur að sér flesta gesti. Balder var tekinn í notkun árið 2003.

Atmosfear[breyta | breyta frumkóða]

Atmosfear

Atmosfear er stærsti fallturn í Evrópu og var tekinn í notkun þann 24. apríl 2011. Hann er 110 m hár. Fyrr var turninn notaður sem útsýnisturn en þar sem hann laðaði ekki nógu marga gesti að sér var turninum breytt í fallturn.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.