Lirfa
Útlit
Lirfa er eitt þróunarstig skordýra sem hefur gengið í gegnum fyrstu myndbreytingu. Lirfur líta stundum allt öðruvísi út en skordýrið sjálft, t.d. er tólffótungurinn mjög ólíkur fiðrildinu sjálfu. Gangur tólffótungsins nefnist kryppugangur, en lirfan hefur þrjú fótapör á fremstu liðunum en tvö pör af gangvörtum á aftasta lið og færir sig úr stað með kryppugangi (fetar sig áfram). Lirfur eru oft mikill skaðvaldur á trjám og gróðri.
Nöfn hinna ýmsu lirfa
[breyta | breyta frumkóða]Lirfa brunnklukkunnar nefnist vatnsköttur, lirfa mýflugunnar nefnist híðormur og lirfa maðkaflugunnar nefnist maðkur. Kálormur (einnig nefndur bröndungur) er fiðrildislirfa, meindýr í káli, og haft um ýmsar tegundir getur verið að ræða.