Gagnfræðaskólinn við Lindargötu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lindargötuskólinn)
Jump to navigation Jump to search

Gagnfræðaskólinn við Lindargötu eða Lindargötuskólinn (áður Ingimarsskólinn) var framhaldsskóli í Reykjavík við Lindargötu í Reykjavík. Lindargötuskólinn var undanfari fjölbrautaskóla en árið 1969 var stofnað til framhaldsnáms við Gagnfræðaskólann við Lindargötu fyrir nemendum sem ekki uppfylltu inntökuskilyrði menntaskólanna. Á þessum tíma þurftu nemendur að ljúka landsprófi miðskóla til að komast inn í menntaskóla. Þar var boðið upp á tveggja ára framhaldsdeildir (5. og 6. bekk) að loknu gagnfræðaprófi í fjórum deildum, það er verslunarnám, hjúkrunarbraut, eðlisfræðibraut og uppeldisbraut. Haustið 1977 fluttust heilbrigðis- og uppeldissvið Lindargötuskólans í Ármúlaskóla og runnu saman við skóla sem síðar varð Fjölbrautaskólinn við Ármúla.

Áður en hann kom til var þar starfandi Franski spítalinn. Lindargötuskólinn varð síðan að Tónlistarskólanum.

Hafsteinn Þór Stefánsson var skólastjóri við Gagnfræðaskólann við Lindargötu frá 1972 til 1977.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.