Lettar
Útlit
Lettar (lettneska: latvieši; líflenska: lețlizt) eru Eystrasaltsþjóð sem er upprunnin á svæðinu þar sem nú er Lettland. Þeir hafa sérstakt tungumál, menningu og sögu.
Lettar eru ein af fjórum þjóðum sem byggðu landið sem í dag heitir Lettland snemma á miðöldum. Önnur þjóðin er líflendingar sem töluðu finnskt mál og bjuggu við ströndina, og búa enn á norðurströnd Kúrlands. Sú þriðja voru Lettgallar sem töluðu lettgallísku, sem var sérstakt afbrigði af lettnesku. Fjórða þjóðin sem byggði suðurhluta landsins voru Semigallar.