Leptín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leptín er hormón sem stýrir matarlyst. Það myndast í fituvef og er seytt þaðan í blóðrás og berst til frumna annars staðar í líkamanum og hefur áhrif á þær. Leptín berst m.a. til undirstúku heilans og setur af stað efnaferli sem dregur úr matarlyst og veldur þar með minni neyslu en hraða einnig bruna og þar með orkunotkun. Á meðan megrun veldur bæði minni fitu- og vöðvamassa þá eru áhrif leptín eingöngu á fituvef þannig að fitusundrun örvast en hefur ekki sjáanleg áhrif á vöðvavef.

Gerð[breyta | breyta frumkóða]

Leptín er sem sagt vatnsleysanlegt próteinhormón með það hlutverk að stýra orkuinntöku. Leptín er framleitt af fituvef líkamanns en vísindamenn eru aðeins nýlega farnir að telja fituvef til innkirtlakerfis. Fituvefur líkamanns og seytifrumur meltingarkerfis (e. gastric chief cells og P/D1) framleiða leptín og seyta því út í blóðið. Þaðan berst það svo til undirstúku þar sem markfrumur þess eru. Hlutverk leptíns er að stýra orkuinntöku með því að vinna gegn hungurtilfinningu.

Virkni[breyta | breyta frumkóða]

Leptín vinnur gegn matarlyst á þrjá vegu. Í fyrsta lagi vinnur leptín gegn áhrifum taugapeptíðs Y (e. neuropeptide Y) með því að bindast taugapeptíðs Y taugum og þar af leiðandi kemur það í veg fyrir að taugaboðefnin bindast taugunum og vinnur þannig gegn svengd. Í öðru lagi vinnur leptín gegn áhrifum anandamíðis sem er taugaboðefni sem, eins og taugapeptíð Y, eykur matarlyst. Virkni anandamíð hefur ekki verið fullkomnlega rannsökuð en vitað er m.a. að það tengist sömu viðtökum og THC. Anandamíð getur einnig skert skammtímaminni. Í þriðja lagi þá ýtir leptín undir myndun alpha-melanósortíns (e. α-MSH) sem er prótín hormón. Alpha-melanósortín stýrir fyrst og fremst myndun melaníns og þar með lit húðar, hárs og nagla. Þrátt fyrir nafnið þá bælir það einnig niður svengd með virkjun 4. melanósortínmóttaka (MC-4).[8] MC4R genið, sem segir til um gerð MC-4 móttaka, getur gallað stýrt offitu. Í músum, og hugsanlega einnig í mönnum, bregst 3. melanósortínmóttaki (MC-3) enn fremur við alpha-melanósortíni með aukinni brennslu og hitun.[1][2][3][4]

Offita[breyta | breyta frumkóða]

Offeitt fólk skortir almennt ekki leptín. Heldur er það orðið illnæmt fyrir því miklu magni leptíns sem er í blóði þeirra. Þessu veldur mataræði, og líklega langvarandi ofmagn leptíns. Inntaka leptíns er því skammvinn hjálp. Líkaminn venst einfaldlega hærra leptínstigi; hann verður þeim mun illnæmari.[5] Eitt mataræði sem deyfir næmi fyrir leptíni er stórfenglegt ofát á eplum.[heimild vantar]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Hreyfiöfl svengdarinnar (doktor.is)
  • „Er offita algeng?“. Vísindavefurinn.
  • Wikisíða um Leptín á TitanPad
  1. [1][óvirkur tengill]
  2. [2][óvirkur tengill]
  3. [3][óvirkur tengill]
  4. [4]
  5. Obesity: Reviving The Promise Of Leptin