Leppistungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leppistungur kallast svæði á Hrunamannaafrétti í tungunum milli Fúlár, Kerlingarár og Sandár. Svæðið er nokkuð fyrir sunnan Kerlingarfjöll og draga nafn sitt af Stóra- og Litla-Leppi. Í Leppistungum er nokkuð vel gróið og er þar samnefndur fjallmannaskáli.