Fara í innihald

Leitarhundur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Björgunarmaður með leitarhund leitar að fólki eftir jarðskjálftann í Nepal 2015.

Leitarhundur er hundur sem er sérþjálfaður til að finna týnda einstaklinga við ýmsar aðstæður með því að nota þefskynið. Hundar eru notaðir við leit eftir slys eða náttúruhamfarir, en líka þegar leitað er að fólki sem hefur villst eða týnst af öðrum orsökum. Hundarnir eru þjálfaðir til að finna fólk í snjóflóði, undir braki húsa sem hafa hrunið, og jafnvel í vatni. Þeir eru þjálfaðir til að gefa stjórnanda sínum sérstök merki þegar þeir finna eitthvað. Út af næmu þefskyni og orku til að hlaupa getur einn hundur farið yfir mun stærra leitarsvæði en ein manneskja á stuttum tíma.

Þjálfun leitarhunda hefst meðan þeir eru enn hvolpar, og tekur að jafnaði tvö til fjögur ár. Hundurinn og stjórnandi hans þurfa að ganga í gegnum ýmis próf til að fá vottun og komast á útkallslista. Algengt er að þjálfa orkumiklar hundategundir eins og þýska fjárhunda, labrador og golden retriever sem leitarhunda. Leitarhundar þurfa að vera viljugir til að læra og taka þjálfun, hlýða skipunum og forðast truflanir í umhverfinu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.