Fara í innihald

Leikskólakennari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leikskólakennari er starfsheiti þeirra sem lokið hafa háskólanámi í leikskólakennarafræðum. Leikskólakennarar hafa réttindi til að starfa við kennslu leikskólabarna og stjórnun leikskóla.

Leikskólakennarafræði eru kennd í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri og tekur námið fimm ár.[1]

Starfsheitið leikskólakennari varð til árið 1993 en fram að því var notast við orðið fóstra. Árið 1993 fór fram atkvæðagreiðsla á vegum Fóstrufélags Íslands þar sem fóstrur kusu á milli starfsheitana fóstra eða leikskólakennari og valdi mikill meirihluti starfsheitið leikskólakennari. Þann 7. maí árið 1994 samþykkti Alþingi lög um leikskóla og var þá starfsheitið leikskólakennari notað í stað orðsins fóstra áður. Skömmu síðar breytti Fóstrufélag Íslands um heiti á félaginu og hlaut heitið Félag íslenskra leikskólakennara.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hi.is, „Viltu verða leikskólakennari?“ (skoðað 2. september 2019)
  2. „Á vegum Fóstrufélags Íslands“, Morgunblaðið, 14. maí 1994 (skoðað 2. september 2019)