Leikni framar líkamsburðum
Útlit
Leikni framar líkamsburðum er bók um sögu körfuboltans á Íslandi, skráð af Skapta Hallgrímssyni blaðamanni og gefin út af Körfuknattleikssambandi Íslands árið 2001. Nafn bókarinnar er tilvísun til hugmyndafræði Dr. James Naismith sem fann upp körfuknattleikinn í Springfield í Massachusetts í Bandaríkjunum í lok 19. aldar.[1] Tilefni útgáfu bókarinnar var 40 ára afmæli Körfuknattleikssambandsins 29. janúar 2001 og rúmlega 50 ára saga körfuknattleiks á Íslandi. Í bókinni er þessi saga rakin á rúmlega 400 blaðsíðum.[2]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Leikni framar líkamsburðum“. Dagblaðið Vísir. 1. mars 2001. Sótt 23. september 2018.
- ↑ Svali H. Björgvinsson (11. maí 2001). „Saga körfuboltaleiksins“. Morgunblaðið. Sótt 23. september 2018.