Leggja til drifs

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

leggja til drifs er aðferð við að hægja á eða stöðva seglbát og festa stefnu hans þannig að ekki þurfi að halda við stýrið. Þetta er oft notað þegar menn bíða af sér vont veður eða til að taka hlé á siglingu, t.d. þegar einn er í áhöfn. Þetta er gert með því að stýra bátnum upp í vindinn, festa framseglið upp við mastrið með því að festa bæði skautin, festa stýrið hlémegin og láta stórseglið blakta. Í þessari stöðu hreyfist báturinn lítið eða ekkert áfram og situr fastur með stefnið upp í vindinn.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.