Laugavegur 31

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Laugavegur 31 er reisulegt steinhús á gatnamótum Laugavegs og Vatnsstígs. Þar var rekið vefnaðarvöruverslun og fataverslun og þar var banki og biskupstofa. Marteinn Einarsson kaupmaður keypti húseignina Laugaveg 29 árið 1918 og flutti verslun sína þangað en hann hafði áður verslað með matvöru og vefnaðarvöru á Laugavegi 44 en hætti við flutninginn að versla með matvörur. Helgi Jónsson varð þá viðskiptafélagi hans og nefndist fyrirtæki þeirra Marteinn Einarsson & co. Marteinn keypti seinna brunarústir á horni Laugavegs og Vatnsstígs og reisti á árunum 1928-1930 stórhýsi sem nú stendur þar. Það hús hýsti Alþýðubankann frá árinu 1971 og síðar biskupstofu.

Jónatan Þorsteinsson rak húsgagnaverksmiðju og verslun að Laugavegi 31 og verslaði með húsgögn, sjómannadýnur, línoleum gólfdúka, veggfóður, vaxdúka og ferðakoffort og alls konar leðurvörur. Þann 24. júlí 1920 brann stórhýsi Jónatans.


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]