Langfættur Humar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Langfættur Humar

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Athropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Yfirflokkur: Multicrustacea
Flokkur: Stórkrabbar (Malacostraca)
Ættkvísl: Panulirus
Tegund:
Panulirus longipes

Langfættur humar sem er einnig þekktur sem steinhumar (e. rock lobster) er af Palinuridae fjölskyldunni sem er samheiti yfir um 60 tegundir af krabbadýrum. Humarinn er ein mikilvægasta fiskveiðiauðlindin í vesturhluta Mið-Atlantshafsins og í norðausturhluta Brasilíu. Hann finnst aðallega í sjónum í kringum Ástralíu, Nýja Sjáland, Suður-Afríku og Bahamaeyjar. Hann getur orðið um 30 sentimetra langur en algengasta stærðin er 20 – 25 sentimetrar. Hann er næturdýr og felur sig í holum eða sprungum en oft með stóran fálmarann sinn út úr. Þeir sjást yfirleitt ekki á daginn. Þeir fælast auðveldlega og öflugasta tækið þeirra þegar þeir sjá kafara eða óvinadýr er halinn sem þeir beita þegar þeir synda hratt í hvarf. Eins og öll krabbadýr er humarinn viðkvæmastur þegar skelin hans er að endurnýjast en það getur tekið nokkra daga fyrir hana að herðast. [note 1][note 2]. Humarinn lifir í tæru eða lítið gruggugu vatni. Svæðin sem hann heldur sér á eru grýtt en einnig heldur hann sig á kóralrifum og finnst á eins til átján metra dýpi. Humarinn er næturdýr og vill halda sig út af fyrir sig. Helsta fæða hans eru lindýr og aðrir hryggleysingjar sem hann finnur á hafsbotninum. (Panulirus longipes, 2021) Vegna þess hve fætur hans eru sterkir getur hann molað stærri skeldýr með fótunum og nýtt sér þau sem fæðu. Hlutfallslega er hann með lengri fætur en aðrir humrar og af því er nafnið þeirra dregið [note 2]

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Aðallitur humarsins er dökkbrún eða blábrúnn. Það eru fjölmargir hringlaga hvítir blettir á kviðnum en færri blettir á öðrum hlutum humarsins. Búkurinn á humrinum er þakin skel sem samanstendur af tveimur stórum aðskildum hryggjum en undir þeim dreifast einskonar litlar skífur. Hann er með tvö lítil augu sem eru með tvær áberandi skífur á milli þeirra og mjög langar lappir sem eru 10 talsins. Fæturnir eru með ljósum lengdarrákum sem enda oft við fölan hringlaga blett. Halinn er með skel sem skiptist niður í nokkra hluta sem gerir halann hreyfanlegan og öflugan. Hann er með tvo fálmara sem hann getur hallað aftur sem gerir hann öflugan ef hann þarf að verja sig [note 2]. Humarinn er næturdýr og felur sig í sprungum og holum og undir grjóti yfir daginn en kemur út á nóttunni til að afla sér fæðu [note 1] Humarinn getur orðið yfir 20 ára gamall og orðið allt að fimm kíló að þyngd en til að vernda tegundina er dýrum sem eru yfir þrjú kíló oftast sleppt (Factsheet) Þessi tegund af humri ver sig gagnvart öðrum fisktegundum með því að gefa frá sér hátt hljóð.

Vöxtur[breyta | breyta frumkóða]

Frjóvgunin hjá humrinum fer þannig fram að karldýrið sprautar sæði undir kvendýrið sem losar allt að 100.000 egg við halann á sér. Kvendýrið er með nokkurskonar körfu við halann sem eggin losast í og geymir þau í nokkra mánuði og þar frjóvgast þau . Kvendýrið er með eggin sín undir kviðnum í nokkra mánuði og þegar eggin frjóvgast sem gerist eftir fjórar til átta vikur,, fer eftir hita sjávarins svífa lifrurnar í um 10 mánuði áður en þær breytast í lifrur sem setjast svo á hafsbotninn. Mjög fáar lifrur lifa til fullorðinsára. Vegna þess að þau svífa um í marga mánuði eru ekki mörg af þeim sem lifa sem gerir það erfitt ef ekki ómögulegt að rækta humarinn þannig að hann verði útflutningsvara. Lifrurnar halda sig út af fyrir sig og finnast í grynnra vatni en humarinn. Þær vaxa hægt og eru orðnar um 2 cm eftir um 18 mánuði. Humarinn hrygnir fyrst um fimm ára aldurinn Vöxtur humarsins er mjög hægur. [note 1]

Dreifing[breyta | breyta frumkóða]

Humarinn finnst aðallega á suðrænum svæðum á Kyrrahafssvæðinu. Hann finnst á svæðinu frá Madagaskar og austurströnd Afríku til eyjanna í Asíu og til norður Ástralíu. Aukin eftirspurn neytenda, hærra markaðsvirði og stækkandi fiskiskipaflotar og jafnvel breytt loftslag hefur leitt til ofveiði á sumum af þessum fiskveiðisvæðum [note 3].

Veiðar[breyta | breyta frumkóða]

Eins og sjá má á mynd tvö hér að ofan hefur Langfætti humarinn (e. Longleged spinu lobster) aðalega verið veiddur í Japan. Frá síðustu aldamótum og til dagsins í dag hefur hann einnig verið mikið veiddur í Kóreu. Hann hefur líka verið veiddur í Taívan sem er eyja undan strönd Kína en þar hefur hann veiðst sem meðafli í trollveiðum. Þau veiðifæri sem eru notuð til að veiða humarinn eru spjót, gildrur, flækjunet og humarker. Einnig er líka kafað eftir honum. Humarinn er aðaðlega veiddur til manneldis. Ekki eru til ítarlegar tölur um stærð stofnsins er það eru líkur eru á að hann sé ofveiddur að einhverju leiti og hafa náttúruverndarsinnar og þeir sem hafa áhyggjur af ofveiði sett tegundina á lista með öðrum tegundum sem áhyggjur eru að séu ofveiddar. [note 4].

Markaðurinn[breyta | breyta frumkóða]

Langfættur humar þykir munaðarvara í þeim löndum sem hann er veiddur í. Hann er vinsæll þar og er veiðitímabilið frá mars og fram í nóvember. Ekki er um útflutning að ræða frá þeim löndum sem hann er veiddur í. Humarinn er seldur ferskur á mörkuðum eða beint á veitingastaði. [note 2]

Líffræðin[breyta | breyta frumkóða]

Lífsferill humars er talinn flókinn og frá 1980 hafa vettvangsrannsóknir á humri aukið skilning okkar á æxlunarvirkni, breytileika á æxlunartíma eftir staðsetningu og dýpi, stærð við fyrsta þroska kvendýra og frjósemi. Rannsóknir á lífsferli humars benda til þess að með auknu eftirliti og svæðisbundnum áherslum á rannsóknir á líftíma og fiskveiðum aukist ábyrg fiskveiðistjórnun á þessum svæðum. Þannig aukast æxlunarmöguleikar humarsins og sjálfbær nýliðun. Rannsókn sem var gerð á æxlunarlíffræði og nýliðun var skilgreind sem forgangsverkefni vegna þess að 84% landa sem stunda atvinnu- eða smærri fiskveiðar skortir upplýsingar um ferlið sem ákvarðar nýliðun og tengsl þess við fiskveiðar og breytileika í loftslagi. Skilningur á nýliðun í veiðistofn tegundar er háð þekkingu á haffræðilegum og líffræðilegum þáttum sem starfa á mismunandi stigum lífsferils

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 (Panulirus longipes, 2021)
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 (Sutton, A, 2016)
  3. (Cochrane og Chakalall 2001)
  4. (Edwards, M., 1868)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. MacDiarmid, A.; Cockcroft, A.; Butler, M.; Chan, T.Y.; Ng Kee Lin, P. (2011). Panulirus longipes. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2011: e.T170066A6724132. doi:10.2305/IUCN.UK.2011-1.RLTS.T170066A6724132.en. Sótt 19. nóvember 2021.