Fara í innihald

Landssamtök íslenskra stúdenta

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki LÍS

Landssamtök íslenskra stúdenta, eða LÍS, eru félag og hagsmunasamtök íslenskra stúdenta stofnuð 2013. Hlutverk LÍS er að vinna að samræmingu gæðastarfs milli háskóla á Íslandi og standa vörð um hagsmuni stúdenta hérlendis sem og á alþjóðavettvangi.

Snemma árs 2013 kom í ljós að fyrirhugaðar væru stórar breytingar á LÍN sem væru afar bagalegar fyrir stúdenta. Það leiddi til aukins samvinnuvilja milli stúdentafélaganna og dómsmáls þar sem stúdentar höfðu betur.

Gæðastarf

[breyta | breyta frumkóða]

LÍS hefur tekið virkan þátt í gæðastarfi allt frá stofnun. LÍS skipar fulltrúa í ráðgjafanefnd Gæðaráðs háskólanna en gæðaráðið var sett á laggirnar árið 2010 í því syni að leggja mat á gæði kennslu og rannsókna í íslenskum háskólum. Rannís hefur yfirumsjón með gæðaráðinu.

Allir háskólar á Íslandi fóru í gegnum gæðaúttekt bæði í formi sjálfsmats og ytri gæðaúttektar en úttektirnar byggðu á QEF, Quality Enhancement Framework, sem Gæðaráð háskólanna hannaði og starfar eftir. Stór þáttur í gæðaúttektum er að hlusta á raddir stúdenta og því er mikilvægt að LÍS, stjórnvöld og Rannís taki höndum saman við að efla stúdentasamfélagið til þátttöku í gæðastarfi.

Alþjóðastarf

[breyta | breyta frumkóða]

Samtökin sitja fyrir hönd íslenskra stúdenta í ESU, Sambandi evrópskra stúdenta, sem og NOM, samráðsvettvangi norrænna stúdentafélaga.

Framkvæmdastjórn

[breyta | breyta frumkóða]

Framkvæmdarstjórn LÍS samanstendur af átta fulltrúum. Þessir fulltrúar eru eftirfarandi:

  • Forseti
  • Varaforseti
  • Ritari
  • Markaðsstjóri
  • Alþjóðafulltrúi
  • Gæðastjóri
  • Jafnréttisfulltrúi
  • Framkvæmdastjóri

Þó að flestir embættismenn í framkvæmdastjórn séu kjörnir á Landsþingi er framkvæmdastjóri samtakanna faglega ráðinn.

Framkvæmdastjórn LÍS 2022-2023

[breyta | breyta frumkóða]

Framkvæmdastjórn LÍS fyrir starfsárið 2022-2023 skipa:

Nafn Embætti
Alexandra Ýr van Erven Forseti
Anton Björn Helgason Varaforseti
Rannveig Klara Guðmundsdóttir Ritari
Sigtýr Ægir Kára Markaðsstjóri
Sigríður Helga Olafsson Alþjóðafulltrúi
Kolbrún Lára Kjartansdóttir Gæðastjóri
Erla Benediktsdóttir Jafnréttisfulltrúi
Emilía Björt Írisard. Bachmann Framkvæmdastjóri

Fulltrúaráð

[breyta | breyta frumkóða]

Fulltrúaráð samanstendur af tveimur fulltrúum frá hverju aðildarfélagi.

Stofnaðilar samtakanna

[breyta | breyta frumkóða]
  • Stúdentafélag Háskólans á Akureyri
  • Nemendafélag Háskólans á Bifröst
  • Nemendafélag Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Stúdentaráð Listaháskóla Íslands
  • Samband íslenskra námsmanna erlendis
  • Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík
  • Stúdentafélag Hólaskóla
  • Stúdentaráð Háskóla Íslands

*Stúdentafélag Hólaskóla hafði í upphafi aðeins áheyrnaraðild en gerðist fullgildur meðlimur á landsþingi árið 2015.

Forsetar LÍS

[breyta | breyta frumkóða]
Nafn Frá Til
Alexandra Ýr van Erven 2022
Derek Terell Allen 2021 2022
Jóhanna Ásgeirsdóttir 2020 2021
Sigrún Jónsdóttir 2019 2020
Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir* 2019 2019
Elsa María Guðlaugs Drífudóttir 2018 2019
Aldís Mjöll Geirsdóttir 2017 2018
David Erik Mollberg 2016 2017
Nanna Elísa Jakobsdóttir 2015 2016
Jórunn Pála Jónasdóttir 2014 2015
Anna Marsibil Clausen 2013 2014

*Sonja Björg sagði af sér september 2019. Sigrún tók svo við embætti forsetans í október 2019.