Fara í innihald

Landssamband eldri borgara

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Landssamband eldri borgara var stofnað 19. júní 1989 á Akureyri af níu félögum eldri borgara víðs vegar um landið. 55 félög eldri borgara, með um 30 þúsund félagsmenn, eiga nú aðild að LEB. Sambandið er sjálfstætt starfandi landssamband sem gætir hlutleysis varðandi trúmál og stjórnmálaflokka. Hlutverk landssambandsins er að vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum aldraðra og koma fram gagnvart stjórnvöldum. Einnig stuðlar LEB að samvinnu félaga eldri borgara og að slík félög séu starfandi í öllum sveitarfélögum landsins. Algengast er að heilt sveitarfélag sé starfssvæði hvers félags eldri borgara en landfræðilegar aðstæður og afleiðingar sameiningar sveitarfélaga gera það að verkum að félög eldri borgara geta spannað fleiri en eitt sveitarfélag eða að fleiri en eitt félag eldri borgara starfar í einu sveitarfélagi. Hvert sveitarfélag ber að hafa á sínum vegum öldungaráð sem að jafnaði er m.a. skipað amk. þremur fulltrúum eldri borgara sem öllu jafna eru fulltrúar félags eldri borgara í sveitarfélaginu.

Landsfundur sem haldinn er árlega, fer með æðsta vald í málefnum Landssambands eldri borgara og kýs sambandinu fimm manna stjórn og þrjá til vara. Hvert aðildarfélag á rétt á 1 fulltrúa til setu á landsfundi fyrir fyrstu 150 félagsmenn, fyrir 151 - 300 á félag rétt á öðrum fulltrúa, en eftir það einn viðbótarfulltrúa fyrir hverja 300 félaga eða brot úr þeirri tölu.

Aðild að landssambandinu geta átt félög fólks, sem er 60 ára og eldra, og vinna að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum eldri borgara. Einnig getur félag orðið aðili að LEB þó félagaaðild þess miðist við lægra aldursmark en réttindi og skyldur félagsins miðast við þá félagsmenn sem eru 60 ára og eldri. Aðild nýrra aðildarfélaga er háð samþykki landsfundar LEB en stjórn LEB getur veitt nýju félagi aukaaðild og rétt til þátttöku í starfsemi sambandsins án annarra réttinda fram að næsta landsfundi, þar sem tillaga um aðild verður afgreidd.

LEB gefur út tímaritið LEB-blaðið (áður Listin að lifa)


Tenglar á aðildarfélög

[breyta | breyta frumkóða]

Höfuðborgarsvæðið og Suðurnes

[breyta | breyta frumkóða]

FEB í Reykjavík - FEBK í Kópavogi - FEBG í Garðabæ - FEBH Hafnarfirði - FEB á Álftanesi - FEB Suðurnesjum - FAMOS í Mosfellsbæ

FEBAN Akranes og nágrenni - FEB Borgarnesi - FEB í Borgarfjarðardölum - Aftanskin FEB Stykkishólmi - FEB Eyrarsveit - FEB Snæfellsbæ - FEB í Dalasýslu og Reykhólahrepp - FEB Ísafirði - FEB Bolungarvík - FEB Önundarfirði - FA í V. Barðastrandasýslu - FEB í Strandasýslu

Norðurland

[breyta | breyta frumkóða]

FEB Vestur Húnavatnssýslu - FEB í Húnaþingi - FEB Skagafirði - FA Siglufirði - FEB Akureyri - FA Eyjafirði - FA Dalvík og nágrenni - FEB Ólafsfirði - FEB Húsavík - FEB Þingeyjarsveit - Félag eldri Mývetninga - FEB Öxarfjarðarhéraði - FEB við Þistilfjörð

FEB Vopnafirði og Bakkafirði - FEB Fljótsdalshéraði - Framtíðin, FEF á Seyðisfirði - FEB Borgarfirði eystra - FEB Reyðarfirði - FEB Norðfirði - FEB Eskifirði - FEB Suðurfjörðum - FEB Djúpavogi - Félag eldri Hornfirðinga

FEB Selfossi - FEB í Biskupstungum - FEB Skeiða og Gnúpverjahreppi - FEB Hveragerði - FEB Þorlákshöfn - FEB Eyrarbakka - Félag eldri Hrunamanna - FEB Rangárvallasýslu - Samherjar, FEB Mýrd. og A-Eyj. - FEB í Skaftárhreppi - FEB Vestmannaeyjum

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]

Erlendir tenglar

[breyta | breyta frumkóða]