Landskuld
Útlit
Landskuld var leiga af jörð sem greidd var árlega. Skuldin var greidd í margs konar formi, svo sem smjöri, vaðmáli (sérstaklega á 14. öld) eða fiski.[1] Samkvæmt Grágás átti að greiða 10% leigu af jörðum. Landskuld var þó breytileg og lækkaði t.d. mikið vegna plágunnar miklu; sennilegasta skýringin er minni eftirspurn eftir jarðnæði.[2]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Magnús Már Lárusson (1957). Landskyld. Island.
- ↑ Árni Daníel Júlíusson (2013). Landbúnaðarsaga Íslands. 1. bindi. ISBN 978-9935-458-01-8.