Fara í innihald

Landakotstún

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landakotstún.

Landakotstún er opið svæði í Vesturbæ Reykjavíkur. Á vestanverðu túninu eru aðalbækistöðvar kaþólikka á Íslandi, Landakotskirkja með safnaðarheimili og íbúðum presta. Við túnið standa einnig Landakotsskóli og Landakotsspítali, sem kirkjan stofnaði en er nú hluti af Landspítala. Sjálft túnið er grasi vaxið, með trjám og kjarri, og þar eru göngustígar og róluvöllur. Loks er bílastæði í norðausturhorni túnsins. Umhverfis það standa hús við Hávallagötu í suðri, Hólavallagötu í austri og Túngötu í norðri, en sú síðastnefnda er kennd við túnið.

Áður fyrr stóð kotið Landakot á Landakotstúni, og dregur það nafn sitt af því. Umhverfis túnið voru túngarðar, sem Garðastræti heitir eftir, en þá náði túnið þangað austur.

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.