Lagasetning í Bandaríkjunum

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Lagasetning í Bandaríkjunum er í höndum löggjafarþingsins. Hver sem er getur skrifað frumvarp til laga en oftast koma þau þó frá aðilum innan framkvæmdarvaldsins eða frá þrýstihópum. Þingmaður þarf þó að leggja þau fram fyrir þingið og geta þeir annaðhvort setið í öldungadeild eða fulltrúadeild.

Gerðir frumvarpa og afgreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Frumvörp sem lögð eru fyrir löggjafarþing Bandaríkjanna geta verið á fjóra vegu:

  • Frumvörp og sameiginleg ályktun eru af svipuðum toga. Báðar gerðirnar þurfa að hljóta samþykki bæði fulltrúadeildar og öldungadeildar og þarfnast báðar, í flestum tilfellum, samþykkis forsetans til að taka lagalegt gildi. Mismunandi form eru þó notuð i mismunandi tilgangi, til dæmis eru sameiginlegar ályktanir notaðar til að lýsa yfir stríði en frumvörp til dæmis notuð til að breyta lögum sem fyrir eru. Að auki eru sameiginlegar ályktanir það form frumvarps sem notað er þegar breyta á stjórnarskrá Bandaríkjanna.
  • Samhliða ályktun krefst samþykkis beggja deilda þingsins en hefur ekki lagalegt gildi og þarf því ekki að leggja hana fyrir forsetann. Þess konar frumvörp eru notuð t.d. til að setja reglur á þinginu.
  • Einföld ályktun snertir aðeins þá deild þingsins sem hún er lögð fyrir. Hún hefur ekki lagalegt gildi og þarf því ekki samþykki forsetans. Þessi gerð frumvarpa er notuð til að setja reglur um þá deild sem hún er lögð fyrir.

Þegar frumvörp hafa verið lögð fyrir fara þau fyrir nefnd sem að skoðar þau í bak og fyrir og undirbýr þau fyrir þingið. Hvor deildin um sig hefur sínar reglur þegar kemur að því að samþykkja eða hafna frumvörpum en lagasetningaferli í Bandaríkjunum getur verið afar flókið.

  Þessi stjórnmálagrein sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.