Lagaáskilnaðarregla
Útlit
Lagaáskilnaðarregla er réttarregla út frá stjórnarskrá er felur í sér að gildi opinberra reglna um ákveðin viðfangsefni sé bundnar við að um þær séu settar með landslögum en ekki með afleiddri löggjöf. Heimildarregla lögmætisreglunnar er dæmi um lagaáskilnaðarreglu.
Íslenskir dómstólar hafa þó gengið út frá því að Alþingi sé þrátt fyrir allt heimilt að framselja lagasetningarvald til setningar afleiddrar löggjafar en þó með talsvert þrengra svigrúmi en ella, eins og að stjórnvöld mega ekki ákvarða beint hvað telst vera refsiverð háttsemi, en gæti verið heimilt að setja reglugerðir út frá viðkomandi lögum sem gæti verið refsivert að brjóta í bága við.