Lúðrasveit Reykjavíkur - Lúðrasveit Reykjavíkur og Guðmundur Jónsson
Útlit
Lúðrasveit Reykjavíkur - Lúðrasveit Reykjavíkur og Guðmundur Jónsson | |
---|---|
SG - 084 | |
Flytjandi | Lúðrasveit Reykjavíkur |
Gefin út | 1975 |
Stefna | Lúðrasveitarlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
Lúðrasveit Reykjavíkur og Guðmundur Jónsson er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1975. Stjórnandi: Páll P. Pálsson. Einsöngur: Guðmundur Jónsson. Fiðla: Þorvaldur Steingrímsson, Harmonika: Grettir Björnsson.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Blásið hornin - Lag: Árni Björnsson - Útsetning: Albert Klahn
- Ólafur Liljurós - Lag - texti: Þjóðlag — Þjóðvísa - Útsetning: Björn R. Einarsson - Guðmundur Jónsson syngur
- Hver á sér fegra föðurland - Lag: Emil Thoroddsen - Útsetning: Björn R. Einarsson
- Álfadans - Lag - texti: Helgi Helgason — Sæmundur Eyjólfsson - Útsetning: Björn R. Einarsson - Guðmundur Jónsson syngur
- Vöggukvæði - Lag: Emil Thoroddsen - Útsetning: Björn R. Einarsson
- Á Sprengisandi - Lag: Sigvaldi Kaldalóns - Útsetning: Páll P. Pálsson
- Þótt þú langförull legðir - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns — Stephan G. Stephansson - Útsetning: Páll P. Pálsson - Guðmundur Jónsson syngur
- Tjarnarmars - Lag: Páll Pampichler Pálsson - Útsetning: Páll P. Pálsson
- Sólskríkjan - Lag - texti: Jón Laxdal — Þorsteinn Erlingsson - Útsetning: Albert Klahn - Guðmundur Jónsson syngur
- Krummavísa - Lag: Íslenskt þjóðlag í raddsetningu Jóns Ásgeirssonar - Útsetning: Björn R. Einarsson
- Álfareiðin - Lag - texti: Íslenzkt þjóðlag — Jónas Hallgrímsson - Útsetning: Björn R. Einarsson - Guðmundur Jónsson syngur
- Suðurnesjamenn - Lag: Sigvaldi Kaldalóns - Útsetning: Páll P. Pálsson
- Gimli-Valsinn - Lag: Óli Thorsteins - Útsetning: Páll P. Pálsson
Textabrot af bakhlið plötuumslags
[breyta | breyta frumkóða]Þetta er önnur plata Lúðrasveitar Reykjavíkur á merki SG-hljómplatna, en lúðrasveitin sjálf stendur að útgáfu þessarar plötu í tilefni af för sveitarinnar á slóðir vesturíslendinga sumarið 1975, enda tileinkar Lúðrasveit Reykjavíkur 100 ára landnámi íslendinga í Vesturheimi plötu þessa. Á plötunni er að finna gamalkunn íslenzk lög, sem vænta má að falli íslendingum vel í geð, ekki sízt vesturíslendingum. Gefur það plötunni aukið gildi, að hinn vinsæli söngvari Guðmundur Jónsson syngur á henni fimm lög með undirleik lúðrasveitarinnar. | ||