Fara í innihald

Lögmaður (íslenskt embætti)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lögmaður var embætti í íslensku stjórnsýslunni frá lokum þjóðveldis 1262 og voru lögmenn æðstu menn dómskerfisins innanlands.

Þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd var embætti lögsögumanns lagt niður og í staðinn kom embætti lögmanns. Fyrst var lögmaðurinn aðeins einn yfir allt landið en innan fárra ára var ákveðið að þeir skyldu vera tveir, annar norðanlands og vestan en hinn var lögmaður sunnan og austan. Lögmenn settu Alþingi og slitu því. Þeir sátu í lögréttu, stýrðu fundum hennar og nefndu lögréttumenn í dóma. Þeir völdu líka lögréttumenn ásamt sýslumönnum. Lögmenn voru nær alltaf íslenskir, öfugt við hirðstjóra og fógeta, sem oftar en ekki voru erlendir þegar kom fram yfir miðja 15. öld. Lögmenn voru kosnir af lögréttu en konungur staðfesti kjör þeirra.

Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]

  • Varast skyldi að kalla lögmann í ofangreindri merkingu lögfræðinga, þó lögfræðingar séu oft kallaðir lögmenn.
  • Lögmaður er einnig titill forsætisráðherrans í ríkisstjórn Færeyja.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.