Lögjöfnun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lögjöfnun er lagatúlkun er felur í sér að tilvik er heimfært undir lagaákvæði sem var ekki sérstaklega hugsað fyrir við setningu og/eða mótun þess. Meðal skilyrða fyrir beitingu lögjöfnunar er að önnur lagaákvæði nái ekki yfir tilvikið, að það sé eðlislíkt og samkynja lagaákvæðinu sem það á að heimfæra yfir á, og engin veigamikil rök liggi fyrir sem mæli gegn slíkri heimfærslu.

Í íslenskum refsirétti er beitt svokallaðri fullkominni lögjöfnun, sem er strangari en hin almenna, og sækir hún stoð í 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár Íslands. Í henni gildir, auk hinna almennu skilyrðanna, að tilvikið þarf að vera það nálægt jaðri lagareglunnar sem lagaákvæðið felur í sér að það væri fáránlegt að annar aðili hinumeginn við jaðarinn yrði álitinn sekur á meðan sýknað yrði vegna fyrirliggjandi tilviks.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.