Línuleg jafna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Gröf tveggja línulegra jafna.

Línuleg jafna er jafna, sem hefur línulega eiginleika, þ.e. breytistæðir koma aðeins fyrir í fyrsta veldi. Ferill, sem línuleg jafna lýsir er bein lína. Það eru til margar leiðir til að tákna línulega jöfnu en ein algeng útgáfa er

y = y_1 + m(x-x_1)

þar sem m er hallatalan og (x_1, y_1) eru hnit einhvers punkts í línunni. Línuleg jafna fyrir beina línu í gegnum punktinn (4, 6) með hallatöluna m=4 væri því y=6+4(x-4) eða y = 4x-10.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]