Lífstykkjabúðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Lífstykkjabúðin var stofnuð árið 1916 sem reykvísk verslun og iðnfyrirtæki. Fyrirtækið er starfrækt enn í dag sem undirfataverslun að Laugavegi 82 en framleiðslu lífstykkja er löngu hætt.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Elísabet Foss stofnaði Lífstykkjabúðina árið 1916 en hún hafði lært lífstykkjagerð í Danmörku. Fyrirtækið varð fljótlega nær einrátt í framleiðslu á lífstykkjum, brjóstahöldum og magabeltum hérlendis. Fyrirtækið hóf starfsemi sína í Hafnarstræti 9 og hafði þá yfir einni saumavél að ráða en þegar mest var störfuðu hjá fyrirtækinu 6-9 stúlkur við afgreiðslu og saumaskap.