Lífeyrir (hjúskapur)
Útlit
Lífeyrir í hjúskap (einnig kallaður framfærslueyrir) er reglulegt framlag sem annar aðilinn greiðir hinum á meðan skilnaði að borði og sæng varir og í undantekningartilvikum einnig eftir lögskilnað. Oftast nær er hann ákvarðaður þegar annar makinn er stórefnaður á meðan hinn makinn hefur (nær) enga framtíðarmöguleika á nægri tekjuöflun til að framfleyta sér, en þá er hann ákvarðaður af hendi þess fyrrnefnda til hins síðarnefnda. Í íslenskum rétti er hann ákvarðaður af sýslumanni en þá er jafnframt heimilt að semja um hann.