Lán til afnota

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lán til afnota er þegar lánveitandi lánar öðrum verðmæti í takmarkaðan tíma án þess að krefjast endurgjalds. Í íslenskri dómaframkvæmd hefur endurgjaldið verið túlkað þannig að lánveitandinn má ekki spyrja neins af lánþega í tengslum við lánið, jafnvel þótt það sé eingöngu örlítið viðvik.

Í 16. kafla þjófabálks Jónsbókar er kveðið á um að aðilinn er nýtur hagsbóta af lánveitingunni beri áhættuna af því að verðmætið tapist eða skemmist. Þar má finna undantekningu um að þetta gildi ekki af lántakinn ferst með verðmætinu, en þar væri álitið að hann hafi varið það með lífi sínu.

  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.