Kílarvikan
Útlit
Kílarvikan (þýska Kieler Woche) er röð kappsiglinga og tengdra viðburða sem haldin er í Kíl í Holtsetalandi síðustu heilu vikuna í júní ár hvert. Kílarvikan stærsti siglingaviðburður heims þar sem 5000 siglingamenn taka þátt á 2000 skipum. Á sama tíma er haldin tónlistarhátíð í borginni og umhverfis hana.
Skipulag Kílarvikunnar er í höndum siglingafélaganna í Kíl, Hamborg og Wannsee. Upphaflega var hátíðin hefðbundin siglingakeppni, fyrst haldin 1882, en hefur síðan undið upp á sig. Einn eftirtektarverðasti hluti hátíðarinnar er keppni og sýning á hásigldum skipum og öðrum sögulegum seglskipagerðum.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Kílarvikunni.