Fara í innihald

Kvöldþátturinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kvöldþátturinn var sjónvarpsþáttur sem var sýndur á sjónvarpsstöðinni Sirkus árið 2005. Umsjónarmaður þáttarins var Guðmundur Steingrímsson. Hann var á dagskrá alla virka daga klukkan 10 á kvöldin, en á föstudögum var endursýnt það besta úr þáttum vikunnar.

Þátturinn var að vissu marki byggður á spjallþáttum sem vinsælir eru í ýmsum löndum svo sem The Tonight Show og The Late Show, en stærsta fyrirmyndin var líklega þátturinn The Daily Show með þáttastjórnandanum Jon Stewart sem gengur út á pólitískar háðsádeilur með gagnrýnum undirtón.

  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.