Kuummiit
Útlit
Kuummiit er þorp á Austur-Grænlandi, um 40 kílómetrum norðaustan við Tasiilaq (áður Angmassalik) og 34 kílómetrum norðan við Kulusuk. Þar var 361 íbúi árið 2010. Upphaf byggðar í Kuummiit var að þar var reist trúboðsstöð árið 1915. Höfnin í Kuummiit er mjög oft íslaus og því er hægt að stunda þaðan fiskveiðar mestan hluta ársins.
Í Kuummiit býr Sigurður Pétursson, sem venjulega er kallaður Ísmaðurinn. Reynir Traustason ritstjóri hefur gert heimildarmynd um Sigurð.