Krumminn á skjánum
Útlit
Krumminn á skjánum eru upphaflega erindi úr íslensku þjóðkvæði sem hefur tekið lítils háttar breytingum og öðlast sjálfstætt líf sem lausavísa.
- Krumminn á skjánum,
- kallar hann inn.
- Gef mér bita af borði þínu,
- bóndi minn!
- Bóndi svarar býsna reiður,
- burtu farðu, krummi leiður.
- Líst mér að þér lítill heiður,
- ljótur ertu á tánum,
- krumminn á skjánum.
Í þjóðkvæðinu er erindið nr. 2 af 19 og er þannig:
- Bóndi svarar býsna reiður:
- burtu farðu, krummi leiður!
- líst mér af þer lítill heiður,
- ljótur ertu á tánum,
- krumminn á skjánum,
- nema þú sért í svörunum greiður
- og segir mér tíðindin.
- Gef mér bita’ af borðum þínum, bóndi minn!
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Á Wikiheimild er að finna texta sem tengist
„„Krummakvæði (hið lengra)". Bragi - óðfræðivefur, skoðað 10. maí 2015“.