Krosseignatengsl
Útlit
Krosseignatengsl eru innbyrðis eignatengsl líkra og/eða ólíkra fyrirtækja sem eru í eign sömu manna. Slík tengsl geta verið mjög flókin og erfitt að hafa yfirsýn yfir þau, sérstaklega þegar eignir hafa færst á fáar hendur eða sömu menn eiga virka hluti í mörgum ólíkum fyrirtækjum sem eru kannski skráð á ólík eignarhaldsfyrirtæki. Krosseignatengsl geta valdið því að menn sitja beggja megin borðsins og geta því verið að „semja við sjálfa sig“. Þau geta einnig haft þau áhrif að til verður ósýnileg fákeppni.
Krosseignatengslin á Íslandi á árunum 2000-2008 eru sögð eiga töluverða sök á bankahruninu sem varð 2008 og efnahagskreppunni sem kom í kjölfar þess.