Fara í innihald

Kristján Jónsson fjallaskáld

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristján Jónsson fjallaskáld (20. júní 18429. apríl 1869) fæddist í Krossdal í Kelduhverfi og ólst upp í þeirri sveit og í Öxarfirði. Á árunum 1859-1863 var hann vinnumaður á Hólsfjöllum. Fór hann þá að birta kvæði eftir sig í blöðum, meðal annars Dettifoss, og var þá farið að kalla hann fjallaskáld. Kristján fór í Lærða skólann í Reykjavík 1864 en sagði sig úr honum 1868 og gerðist barnakennari á Vopnafirði þar sem hann dó árið eftir, aðeins tuttugu og sjö ára að aldri. Hann var jarðsunginn í Hofskirkjugarði í Vopnafirði. Bölmóður og vonleysi einkennir mörg ljóða Kristjáns eins og reyndar var algengt í ljóðum margra síðrómantískra skálda.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Sýnisbók íslenskra bókmennta frá 1550 til 1900, Kristján Eiríksson tók saman, Reykjavík 2003.