Fara í innihald

Kristín Vídalín Jacobson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristín Vídalín Jacobson (fædd 10. febrúar 1864, dáin 6. maí 1943) var íslensk myndlistarkona og fyrsti formaður Kvenfélagsins Hringsins.

Foreldrar Kristínar voru hjónin Páll Vídalín alþingismaður (1827-1873) og kona hans Elínborg Friðriksdóttir Vídalín (1833-1918). Eiginmaður Kristínar var Jón Jacobson alþingismaður og landsbókavörður og eignuðust þau fjögur börn.[1]

Kristín er talin vera fyrsta íslenska konan sem stundaði nám í málaralist en hún nam við Kvennaakademíuna í Kaupmannahöfn 1890-92.[2] Á námsárum sínum veiktist hún af berklum og hét því í kjölfarið að hún skyldi beita sér fyrir bættum hag fátækra berklasjúklinga. Síðar beitti hún sér fyrir stofnun Kvenfélagsins Hringsins en félagið var stofnað 26. janúar 1904 en í upphafi var markmið félagsins að bæta hag berklasjúklinga.

Kristín var formaður Hringsins í 39 ár eða til ársins 1943. Árið 1942 var Kristín sæmd stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Alþingi, Æviágrip - Jón Jacobson (skoðað 16. júní 2019)
  2. Kvennasögusafn Íslands, „Kvennasöguslóðir“ [1] (skoðað 9. febrúar 2021)
  3. Forseti.is, „Orðuhafaskrá“ Geymt 26 ágúst 2019 í Wayback Machine (skoðað 21. júní 2019)