Fara í innihald

Kristín Lillendahl og Árni Blandon - Söngfuglarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kristín Lilliendahl og Árni Blandon - Söngfuglarnir
Bakhlið
SG - 089
FlytjandiKristín Lilliendahl og Árni Blandon
Gefin út1975
StefnaBarnalög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Kristín Lilliendahl og Árni Blandon - Söngfuglarnir er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1975. Á henni syngja Kristín Lilliendahl og Árni Blandon sem voru Söngfuglarnir, 20 barnalög. Útsetningar og hljómsveitarstjórn Reynir Sigurðsson. Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni hf. Tæknimaður: Sigurður Árnason. Teikning á framhlið: Sigrún Halla Haraldsdóttir 10 ára.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Skakkur og skrýtinn maður - Lag - texti: Árni Blandon - Stefán Jónsson - Bæði syngja
 2. Ég ætla að mála allan heiminn, elsku mamma - Lag - texti: J. Toje - Hinrik Bjarnason - Kristín syngur
 3. Boli boli bankar á dyr - Lag - texti: Þjóðlag - þjóðvísa - Bæði syngja
 4. Aumingja smalinn - Lag - texti: Árni Blandon - Stefán Jónsson - Árni syngur
 5. Kisa mín, kisa mín - Lag - texti: Amerískt þjóðlag - Stefán Jónsson - Bæði syngja
 6. Guðný gamla stöng - Lag - texti: Enskt þjóðlag - Árni Blandon - Árni syngur
 7. Krummi krunkar úti - Lag - texti: Þjóðlag - þjóðvísa - Bæði syngja
 8. Gamla Vala sá götusala - Lag - texti: Enskt þjóðlag - Stefán Jónsson - Árni syngur
 9. Bí bí og blaka - Lag - texti: Þjóðlag - þjóðvísa - Kristín syngur
 10. Stína og brúðan - Lag - texti: Guðjón Bjarnason - Stefán Júl. Jóhannesson - Bæði syngja
 11. Lalli stutti og liyli hvutti - Lag - texti: Árni Blandon - Stefán Jónsson - Bæði syngja
 12. Brúðan mín - Lag - texti: Yellen/Ager - Hinrik Bjarnason - Kristín syngur
 13. Tíu litlir fingur - Lag - texti: Amerískt þjóðlag - Ókunnur - Bæði syngja
 14. Krakkar út kátir hoppa - Lag - texti: Ókunnur - Kristín Jónsdóttir - Árni syngur
 15. Ég langömmu á - Lag - texti: Höfundar ókunnir - Bæði syngja
 16. Komdu kisa mín - Lag - texti: Þjóðlag - þjóðvísa - Kristín syngur
 17. Bangsi - Lag - texti: Thorbjörn Egner - Kristján frá Djúpalæk - Árni syngur
 18. Aumingja Siggi - Lag - texti: Norskt þjóðlag - Stefán Jónsson - Bæði syngja
 19. Litla móðirin - Lag - texti: T. Springfield - Magnús Pétursson - Kristín syngur
 20. Nú gaman gaman er - Lag - texti: Ókunnur - Páll Jónsson - Árni syngur


Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Þau Kristln Lilliendahl og Árni Blandon sungu mikinn fjölda barnalaga í barnatímum sjónvarpsins veturinn 1974—75. Ekki sáust þau á skjánum, þess í stað sáust leikbrúður í fuglalíki, sem voru látnar syngja og nefndust þær Söngfuglarnir.

Nú hafa þau Kristín og Árni sungið tuttugu lög inn á plötu, sem áreiðanlega falla öll í góðan jarðveg hjá yngstu kynslóðinni. Sumt eru gamalkunn barnalög en önnur ný, sem áreiðanlega eiga eftir að heyrast oft á næstunni. Vert er að benda sérstaklega á hinar bráðskemmtilegu útsetningar Reynis Sigurðssonar á undirleiknum. Jafnframt stjórnar hann hljómsveitinni, sem leikur undir og leikur sjálfur á mikinn fjölda ásláttarhljóðfæra.