Krishna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stytta af Krishna í Singapúr.

Krishna (sanskrít: कृष्ण Kṛṣṇa) er áttunda holdgerving guðsins Visnjú samkvæmt hindúasið. Krishna er guð verndar, kærleika og ástar og er einn af vinsælustu guðum Indlands. Fæðingarhátíð Krishna, Krishna Janmashtami, er haldin hátíðleg seint í ágúst eða snemma í september samkvæmt dagatali hindúa sem er sólbundið tungltímatal.

Nafnið Krishna birtist sem 57. og 550. nafn Visnjú í Vishnu Sahasranama innan Mahabharata.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.