Fara í innihald

Króklappa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Króklappa
Greater Burdock
Greater Burdock
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Angiosperms
(óraðað) Eudicots
(óraðað) Asterids
Ættbálkur: Körfublómabálkur (Asterales)
Ætt: Körfublómaætt (Asteraceae)
Ættkvísl: Arctium
Tegund:
A. lappa

Tvínefni
Arctium lappa
L.
Arctium lappa

Króklappa (krókalappa eða krókakollur) (fræðiheiti Arctium lappa) er fjölær jurt af körfublómaætt. Hún er ræktuð í görðum og rótin notuð sem grænmeti. Hún er frekar stórvaxin, getur orðið allt að 2 m há. Blómin eru fjólublá. Króklappa vex mjög víða og sérstaklega í röskuðum svæðum þar sem niturinnihald jarðvegs er hátt. Hún er sérstaklega mikið ræktuð í Japan. Króklappa var algeng sem grænmeti á miðöldum en er núna sjaldan notuð til matar utan Japans en þar er hún kölluð gobō. Króklappa er einnig notuð í náttúrulyf.