Kotlin (forritunarmál)
Jump to navigation
Jump to search
Kotlin er forritunarmál sem sérstaklega hefur verið notað til að forrita í Android stýrikerfinu. Kotlin keyrir á Java sýndarvél og það er einnig hægt að þýða í JavaScript kóða eða nota LLVM þýðandaumhverfi. Kotlin var hannað af hópi JetBrains forritara frá Pétursborg í Rússlandi. Android Studio 3 þróunarumhverfið styður Kotlin og er það ásamt Java og C++ aðalforritunarmálið þar. Kotlin er opinn hugbúnaður.
Hello, world! forritunardæmi í Kotlin
fun main(args: Array<String>) {
val scope = "world"
println("Hello, $scope!")
}