Fara í innihald

Koppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tveir náttpottar

Koppur (næturgagn eða náttpottur) er ílát sem minnir á pott og er notað í stað salernis, núorðið aðallega af börnum sem eru ekki nógu stór til að notast við venjulegt salerni. Foreldrar/forráðamenn venja börn sín á að nota kopp og eru notaðar til þess hinar ýmsu aðferðir. Hér áður fyrr var næturgagn eða náttpottur undir rúmum fullorðins fólks, og var notað á nóttunni til að kasta af sér vatni, og var þannig brúkaður til að þurfa ekki að fara út á kamarinn eða ef langt var á salernið í óupphituðum híbýlum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.