Benínveldið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Konungsríkið Benín)
Benínborg á 17. öld

Benínveldið var konungsríki edómælandi íbúa þar sem nú er syðsti hluti Nígeríu. Ekki skyldi rugla því saman við nútímaríkið Benín sem áður hét Dahómey.

Sagnir herma að ríkið hafi verið stofnað á 13. öld af jórúbaprinsi frá Oyo. Benínborg varð öflugt borgríki á 15. öld og jók veldi sitt í valdatíð konungsins Ewuare (1440-1473). Þessu ríki tók að hnigna eftir aldamótin 1700 vegna þrýstings frá Evrópuveldunum og þrælaverslunarinnar.

Bretar sóttust eftir verslun við Benínveldið, einkum með gúmmí, eftir miðja 19. öld. Þeir reyndu að fá konunginn til að samþykkja framsal fullveldis til Bretlands. Vararæðismaður Breta, H.L. Gallwey, hélt því fram að konungurinn hefði samþykkt skilmálana en Benínveldið hafnaði því. Deilan varð til þess að átta breskir fulltrúar voru drepnir í Benínborg. Bretland sendi þá refsileiðangur til Benín 1897 undir stjórn sir Harry Rawson sem lagði Benínborg í rúst og rændi fjársjóðum hennar, þar á meðal hinum frægu Benínbronsum sem nú eru til sýnis á söfnum víða um heim. Árið 1900 var Benínveldið gert að hluta bresku nýlendunnar Verndarríkisins Suður-Nígeríu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.