Konrad Gesner

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Teikning af Konrad Gesner.

Konrad Gesner (Conrad Gessner, Konrad Gessner, Conrad Geßner, Conrad von Gesner, Conradus Gesnerus, Conrad Gesner; f. 26. mars 1516 – 13. desember 1565) var svissneskur náttúrufræðingur og bókasafnsfræðingur. Fimm binda verk hans Historiae animalium eða Rannsóknir á dýrum (1551–1558) er talið marka upphaf dýrafræðinnar á nýöld. Dulfrævinga-ættkvíslin Gesneria er nefnd í höfuðið á honum. Árið 1546 gaf hann út bókina Bibliotheca Universalis, alþjóðlega bókaskrá yfir öll útgefin verk eftir gríska, latneska og hebreska höfunda sem Gesner komst á snoðir um.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.