Knightsbridge
Knightsbridge (borið fram /ˌnaɪts.bɹɪdʒ/) er gata sem gefur nafnið sitt glæsilegu hverfi vestan megin við Mið-London. Gatan rennur við suðurhlíð Hyde Park, vestan Hyde Park Corner, og spannar Westminsterborg og konunglega borgarhlutann Kensington og Chelsea. Brompton Road er gata sem rennur frá lestarstöðinni í hverfinu.
Knightsbridge er þekkt fyrir að vera auðugt og það er geysilega dýrt að eiga heima á svæðinu. Þar eru margar fræðslu- og menningarstofnanir og verslanir sem selja munaðarvörur. Deildaverslanirnar Harrods og Harvey Nichols eru í hverfinu. Nokkrir tískuhönnuðir eru í hverfinu, til dæmis Jimmy Choo og Manolo Blahnik. Það eru líka á svæðinu útibú bankans Coutts sem er notaður af Bretadrottninginni. Það eru tvö tónlistarhús í Knightsbridge: Cadogan Hall við Sloane Street, sem kynnir popp- og klassíska tónlist, og Royal Albert Hall, stórt tónlistarhús þar sem eru haldnir tónlistar- og íþróttaatburðir. Á svæðinu eru líka nokkrir listaverkauppboðsmarkaðir eins og Bonhams, auk þess nokkrir litlir salar. Margir ríkustu einstaklingar í heimi eiga heima í Knightsbridge.
Það er neðanjarðarlestarstöð í hverfinu sem líka heitir Knightsbridge, stöðinni er þjónað af Piccadilly-leið neðanjarðarlestarkerfis Lundúnaborgar.