Klein Curaçao
Útlit
Klein Curaçao (Litla Curaçao) er óbyggð eyja í Karíbahafinu. Eyjan er 1,7 ferkílómetrar að flatarmáli og er 28 kílómetra suðaustur af sjálfri Curaçao og um 30 kílómetra suður af Bonaire. Eyjan er um kílómetra löng og rúmlega 300 metra breið þar sem hún er breiðust. Eyjan er með takmörkuðum gróðri og af byggingum eru þar aðeins yfirgefin skipaturn og nokkur bátaskýli. Til ársins 1913 var unnið fosfat á eyjunni.
Eyjan er notuð af íbúum Curaçao til tilbreytingar og þaðan er stunduð köfun til að skoða kóralrif og undirsjáfarhella. Mikið er þar af sjóskjaldbökum. Á norðurströndinni er að finna skipshræ frá sjöunda áratuginum eftir tankskipið Maria Bianca Guidesman ásamt öðrum hræum sem rekið hefur þar á land.