Fara í innihald

Klara Ósk Elíasdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Klara Ósk Elíasdóttir (f. 27. nóvember 1985) er íslensk söngkona og meðlimur í stúlknabandinu Nylon.

Klara Ósk fæddist í Svíþjóð og bjó þar þangað til hún var þriggja ára gömul og flutti þá í Hafnarfjörðinn. Allt grunnskólanám Klöru átti sér stað í Hvaleyrarskóla. Þaðan fór hún í Verzlunarskóla Íslands.

Klara var aðeins átta ára gömul þegar hún ákvað að verða söngkona og var ekki nema ellefu ára þegar hún söng lag inn á plötu með öllum fremstu söngvörum Íslands. Hún lék einnig lítið hlutverk í söngleiknum Bugsy Malone. Á næstu árum tók hún þátt í söngkeppnum þar sem hún hafnaði oft í verðlaunasæti. Klara stundaði þá söng í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.