Kjaransbraut

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Svalvogavegur í Arnarfirði

Kjaransbraut (einnig kallað Svalvogavegur) er vegur milli Keldudals í Dýrafirði og Stapadals í Arnarfirði. Vegurinn er sorfinn utan í bjargbrún og er vegastæðið í senn hrikalegt og ægifagurt. Vegurinn liggur undir Skútabjörgum utan Stapadals í norðanverðum Arnarfirði. Sæta verður lagi að fara þennan veg á fjöru en þá er mögulegt að aka um grýtta, mjóa fjöru undir björgunum en á flóði fer vegurinn undir sjó sem nær alveg upp í björgin. Vegurinn er kenndur við Elís Kjaran ýtustjóra sem lagði veginn og hélt honum við.

Svalvogavegur í Dýrafirði

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]