Fara í innihald

Kjaransbraut

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svalvogavegur í Arnarfirði

Kjaransbraut (einnig kallað Svalvogavegur) er vegur milli Keldudals í Dýrafirði og Stapadals í Arnarfirði. Vegurinn er sorfinn utan í bjargbrún og er vegastæðið í senn hrikalegt og ægifagurt. Vegurinn liggur undir Skútabjörgum utan Stapadals í norðanverðum Arnarfirði. Sæta verður lagi að fara þennan veg á fjöru en þá er mögulegt að aka um grýtta, mjóa fjöru undir björgunum en á flóði fer vegurinn undir sjó sem nær alveg upp í björgin. Vegurinn er kenndur við Elís Kjaran ýtustjóra sem lagði veginn og hélt honum við.

Dýrafjarðarmeginn er vegurinn bara venjulegur einbreiður malarvegur en torfærari Arnarfjarðarsmeginn. Allar árnar sem fara þarf yfir eru Arnarfjarðarmeginn, vegurinn er þar grasi gróinn milli dekkjafaranna og dýpri för. Fjörukaflann Arnarfjarðarmeginn þarf að gera upp á hverju vori og er oft orðinn ófær síðsumars þegar öldugangur hefur unnið sitt verk á honum.

Svalvogavegur í Dýrafirði

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]