Kirkjuvatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kirkjuvatn

Kirkjuvatn er stöðuvatn í Færeyjum á Suðuroy og er 0,2 km að flatarmáli. Vatnið er staðsett norðan við bæjarfélagið Fámjin sem er á vesturhluta Suðureyjarinnar.

Tvö fjöll eru við Kirkjuvatn. Eitt þeirra er norðan við vatnið, heitir Knúkin og er 417 metra hátt en hitt er Mikla sem er austan við vatnið og er 469 metra hátt. Skammt frá til norðurs er hæsta fjall Suðureyjarinnar, Gluggarnir sem er 610 metra hátt.