Fara í innihald

Kirkjufell

Hnit: 64°56′51″N 23°18′39″V / 64.9475°N 23.3108°V / 64.9475; -23.3108
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kirkjufell
Hæð463 metri
LandÍsland
SveitarfélagGrundarfjarðarbær
Map
Hnit64°56′51″N 23°18′39″V / 64.9475°N 23.3108°V / 64.9475; -23.3108
breyta upplýsingum

Kirkjufell. er fjall (463 m y.s.) í Eyrarsveit við vestanverðan Grundarfjörð á norðanverðu Snæfellsnesi, Íslandi. Kirkjufell var kallað Sukkertoppen af dönskum sæförum hér áður fyrr og er stundum lýst sem einu sérkennilegasta ef ekki fegursta fjalli á Snæfellsnesi. Kirkjufell , sem talið er að hafi verið kallað Firðafjall áður en það fékk núverandi nafn, er gegnt fyrir sæmilega góða fjallgöngumenn, en nokkur dæmi eru um að menn hafi þar hrapað til bana í gegn um tíðina. Vestan við Kirkjufell er fjallið Stöðin og þar á milli Hálsvaðall og eru þessi tvö fjöll aðskilin frá meginfjallgarðinum. Fyrir ofan Kirkjufell er tröllslegt hamrafjall, Mýrarhyrna, (578 m) og má á þessum slóðum sjá, frá sjónahóli jarðfræði, óvenjulega greinilegar minjar um rof jökla og straumvatna og mótun landslags undan jöklum frá síðustu ísöld og á síðustu milljón árum.[1]

Hægt er að ganga í kringum fjallið, sem er sem slitið frá meginfjallgarðinum og tekur það um þrjá klukkutíma. Óvönu fjallafólki er þó ráðið frá uppgöngu þó fjallið sé ágætlega kleift.

Banaslys á fjallinu

[breyta | breyta frumkóða]

Pólsk kona lést eftir 50 metra fall á Kistufell 7. júlí 2017.[2] 18. september 2018 lést erlendur ferðamaður á fjallinu eftir að hafa orðið viðskila við félaga sinn.[3] Þriðja banaslysið á nokkrum árum varð 19. október 2022[4] og nokkrum mánuðum seinna ákváðu landeigendur að loka fjallinu.[5]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Glæra um Kirkjufell[óvirkur tengill] af http://www.skolavefinum.is/
  2. Ólafsdóttir, Kristín (7. ágúst 2017). „Nafn konunnar sem lést við Kirkjufell - Vísir“. visir.is. Sótt 27. nóvember 2022.
  3. Ólason, Samúel Karl (18. september 2018). „Banaslys í Kirkjufelli - Vísir“. visir.is. Sótt 27. nóvember 2022.
  4. Ólason, Kolbeinn Tumi Daðason,Samúel Karl (19. október 2022). „Banaslys við Kirkjufell - Vísir“. visir.is. Sótt 27. nóvember 2022.
  5. Tryggvason, Tryggvi Páll (11. ágúst 2022). „Bannið við gönguferðum á Kirkjufell sé skiljanlegt - Vísir“. visir.is. Sótt 27. nóvember 2022.
  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, H-K. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.