Kinetoscope

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Séð inn í Kinetoscope tæki, áhorfendinn horfir inn um op efst á skápnum

Kinetoscope er tæki til að sýna hreyfimyndir. Kinetoscope samanstóð af stórum kössum eða skáðum sem áhorfendur gátu einn í einu staðið við og horft inn í og séð stuttar hreyfimyndir. Þessar hreyfimyndir voru yfirleitt um 20 sekúndur að lengd og voru gerðar úr röð mynda á filmu sem varpað var gegnum ljós og skipt ört á milli mynda. Ferli sem notaðu upprúllaða filmu var fyrst lýst í frönsku einkaleyfi sem frumkvöðull að nafni Louis Le Prince fékk og hugmyndin var einnig notuð af bandaríska uppfinningamanninum Thomas Edison árið 1889 og þróuð áfram af starfsmanni hans William Kennedy Laurie Dickson á árunum 1889 og 1892.

Þessar stuttu hreyfimyndir voru undanfari kvikmynda og urðu mjög vinsælar. Verslanir og barir opnuðu víðs vegar í USA þar sem margir kassar voru í röðum og fólk gat farið á milli þeirra. Þessar sýningabúðir voru kallaðar Nickleodeons.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.